SÖÐLASMÍÐAVERKSTÆÐIÐ RAUÐALÆK
  HRAUNHESTAR
 
Forsíða
Um verkstæðið
Viðhald reiðtygja
Myndir
HraunHestar hestaferðir frá Landmannalaugum
Gistiskálar og hestagerði
Ferðaskipuleggjandi

Vörur
Reiðtygi - Equestrian
Hnakkar - Saddles
Snyrtivörur
Hófhirða - Hoof care
Tamningavörur - Training aid
Annað -- Sheep halter
Product from horsehair and wool
Notuð reiðtygi - Used riding wear

Viðhald reiðtygja

Jæja, hver vill vera á sínum glæsilega reiðskjóta í óhreinum og hörðum reiðtygjum? Sennilega enginn góður reiðmaður.  Nauðsynlegt er að þrífa leðrið ef það er óhreint t.d. með grænsápu í köldu eða volgu vatni (ekki heitu) og leyfið leðrinu að snertiþorna, passa að leðrið þorni ekki of mikið áður en leðurfeiti eða olía er borin á.  Best er að vinna með leðurfeitina í stofuhita.

Það sem þarf að hafa við höndina þegar hnakkur er þveginn og borin á hann feiti: Bursti til að bursta burtu hár og laus óhreinindi, gott er að hafa bitlausan hníf til að skafa hrossamóðu af undirdýnum, tusku, fötu með volgu vatni, leðurfeiti eða leðurolíu og svo er hægt að enda verkið með góðu þrívirku leðurvarnarefni sem fæst í flestum hestavöruverslunum.

 
 
19. júlí 2019 
     
     
     
 

©hnakkur.is - Söðlasmíðaverkstæðið Rauðalæk - 851 Hella - Sími 5666693- laugahestar@gmail.com